Á 105 Heilsustofu vinnur eingöngu faglært fólk sem leitast við að bæta heilsu fólks á lausnamiðaðan hátt.

Helena Friðþjófsdóttir
Heilsunuddari og nálastungutæknir L.Ac
Helena útskrifaðist sem heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands árið 2005. Árið 2018 hóf hún nám í kínverskri læknisfræði og nálastungum við Shenzhou University of TCM, Amsterdam og útskrifaðist þaðan árið 2021. Helena hefur verið sjálfstætt starfandi í 20 ár og hefur brennandi áhuga á að hjálpa fólki að ná betri heilsu með nuddi og nálastungum. Árið 2022 stofnaði hún svo 105 Heilsustofu. Er í Félagi Íslenkra Heilsunuddara (FÍHN)

Álfheiður Ólafsdóttir
Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
Álfheiður skrifaðist frá Upledger International árið 2024. Hún er einnig menntuð heilari sem gerir meðferðirnar dýpri og næmari. Álfheiður starfar líka sem sjúkraliði í heimahjúkrun. Í frístundum á myndlistin hug hennar allan og þar á hún að baki fjölda listsýninga.

Nils Guðjón
Heildrænar meðhöndlanir
Nils leitast við að vinna einstaklingsmiðað að verkjalosun með íþróttanuddi, bandvefslosun og Bowen tækni. Nils meðhöndlar marga fremstu íþróttamenn og konur landsins á vegum ÍSÍ og var hluti af teymi þeirra á Ólympíuleikunum 2024.

Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir D.C.
Kírópraktor, sérhæfð í COX tækni
Hrefna nam kírópraktík við Life University í Georgiufylki í USA og útskrifaðist 2018. Þar heillaðist hún af hinni afar mjúku Cox tækni. Með þar til gerðum bekk togar Hrefna hrygginn og liðkar. Þessi tækni hefur virkað vel við krónískum verkjum, brjósklosi, þrengingum í mænugöngum og fleiru.